Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 210 svör fundust

Hvað er líparít?

Líparít, sem einnig nefnist ljósgrýti (samanber blágrýti og grágrýti), en sumir nefna „rhýólít" eftir enska heitinu, er súrt gosberg. „Gosberg" þýðir að það hefur myndast í eldgosi og þess vegna storknað tiltölulega hratt, en „súrt" merkir að hlutfall kísils (SiO2) í berginu er hærra en 65% af þunga, og oft um 70%...

Nánar

Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151?

Í töflunni sem fylgir svarinu er sýnd efnagreining af Ögmundarhrauni, sem talið er hafa runnið í Krýsuvíkureldum árið 1151. Efnagreiningar sem þessar eru ævinlega gefnar upp sem þunga- eða massahlutföll milli oxíða frumefnanna. Í raun réttri eru efnin í berginu ekki á formi oxíða, nema í fáum tilvikum, en hins veg...

Nánar

Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er bergtegundin íslandít og hvar er hægt að finna hana? Finnst hún annars staðar í heiminum en á Íslandi? Meginhluti storkubergs jarðar skiptist í þrjár syrpur, það er röð samstofna bergtegunda frá kísilsnauðum til kísilríkra (basískt berg–ísúrt–súrt), þær nefnast kalk-alk...

Nánar

Hvað er basalt?

Basalt nefnist sú bergtegund sem Ísland er að mestu gert úr og á vorri tungu kallast blágrýti. Orðið „basalt“ er talið vera komið úr egypsku (báhún = flöguberg) en til forna fluttu Rómverjar grjót frá Grikklandi sem þeir kölluðu basaltes (= grjóthart berg). Heitið hefur þannig ekkert með efnasamsetningu basalts að...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?

Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...

Nánar

Hverjar eru helstu aðferðir við flokkun bergs og hvernig fara þær fram?

Almennt er berg af þrennu tagi, storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Yfirborð Íslands er að langmestu leyti úr storkubergi og því lítum við svo á að spurningin vísi til flokkunar þess. Storkuberg myndast við kólnun úr glóandi bergbráð og flokkun bergsins byggist annars vegar á efnasamsetningu bráðarinnar og...

Nánar

Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari en meginlandsskorpa?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari, og þar af leiðandi með meiri eðlismassa, en meginlandsskorpa? Réttara væri að snúa spurningunni við: Af hverju er meginlandsskorpa málmsnauðari og þess vegna eðlisléttari en hafsbotnsskorpa? Einfalda svarið er tvíþætt: léttara efni leit...

Nánar

Eru til sérstakir íslenskir steinar?

Í stuttu máli eru ekki til neinir „sérstakir íslenskir steinar“ í þeim skilningi að þeir finnist hvergi nema hér. Hins vegar eru nokkrir steinar sem mætti kalla einkennandi fyrir Ísland. Með steinum er hér annars vegar átt við berg (grjót) og hins vegar steindir (steintegundir). Steind er skilgreind sem krist...

Nánar

Hvað er baggalútur?

Baggalútar (hreðjasteinar) myndast í ríólíti (líparíti) við samsöfnun efnis meðan bergið er að storkna. Slík samsöfnun efnis (e. concretions) þekkist líka í seti; dæmi um slíkt eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti. Baggalútar. Kúlurnar eru um 1,5 cm í þv...

Nánar

Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?

Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:Er Öræfajökull virk eldstöð?Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag? Er sér...

Nánar

Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?

Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...

Nánar

Í hvaða bergtegundum finnst gull?

Eins og önnur efni jarðskorpunnar er gull upphaflega komið með bergbráð úr jarðmöttlinum. Í skorpunni hefur það svo safnast aðallega í kísilríkt (súrt) storkuberg, einkum granít. Þó finnst það einnig í basísku bergi; til dæmis eru uppi áætlanir um að nema gull úr stórum gabbró-hleif á Austur-Grænlandi (Skærgård) þ...

Nánar

Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?

Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvís...

Nánar

Fleiri niðurstöður